Átakafundurinn í Ölfusi: ,,Ég ákvað að fara áður en það verða slagsmál”
Þetta helst - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts112/v4/e2/25/0c/e2250cd9-6ac9-49d7-89dc-ea861c73f14c/mza_10287938585269986150.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Í dag hefjast bindandi íbúakosningar um umdeilda mölunarverksmiðju þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg í sveitarfélaginu Ölfusi. Meirihlutinn í sveitarfélaginu hélt sinn fyrsta íbúafund um verksmiðjuna í salnum Versölum í Þorlákshöfn á fimmtudaginn í síðustu viku. Þar var tekist á um verksmiðjuna, svo vægt sé til orða tekið. Birtar eru upptökur af fundinum og rætt við bæjarfulltrúa og íbúa um verksmiðjuna. Í þættinum heyrist í þeim Ingibjörgu Ingvadóttur, Gunnsteini Ómarssyni, Elínu Fanndal, Hrönn Guðmundsdóttur, Þorleifi Eiríkssyni, Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, Ólafi Hannessyni og Elliða Vignissyni um málið. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson